Bíllinn mun kosta yfir 27 milljónir króna þegar hann kemur á göturnar. Polestar 6 verður með fjórum sætum og verður byggður á botnplötu Polestar 5 en með minna hjólhafi. Hann verður með 800 volta rafkerfi og tveimur rafmótorum og hröðunin aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið.