Að sögn Nahum Escobedo sem er yfir ytri hönnun bílsins er bíllinn mjög nálægt því sem hann mun líta út þegar hann kemur á markað. Polestar er ört stækkandi fyrirtæki enda von á fleiri nýjum bílum frá merkinu. Áætlað er að fjölga um helming í starfsliði þróunarseturs Polestar í Bretlandi á næstunni. Polestar 3 jepplingurinn sem kemur á næsta ári mun verða smíðaður í verksmiðju Volvo í Ridgehill í Suður-Karólínu.