„Sumir þing­menn halda að það sé hlut­verk þeirra að hafa eftir­lit með öllu sem gerist í sam­fé­laginu,“ segir Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, í færslu á Face­book þar sem hann gagn­rýnir að full­trúar lög­reglunnar hafi verið fengnir á fund alls­herjar- og mennta­mála­nefndar Al­þingis í morgun til að svara fyrir að­gerðir lög­reglu gegn mót­mælendum á Austur­velli. 

„Virðist engin tak­mörk vera fyrir plebba­skap ein­stakra þing­manna,“ skrifar Brynjar í færslunni. Mörgum þykir lög­regla hafa gengið harðar fram á Austur­velli en eðli­legt þykir. Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir Pírati óskaði eftir því að full­trúar lög­reglu kæmu á fund nefndarinnar til að út­skýra þeirra hlið. 

„Benda má þessum þing­mönnum á að sér­stök nefnd var sett á lag­girnar 2017 til að fara yfir kvartanir og að­finnslur um störf og starfs­hætti lög­reglunnar,“ skrifar hann. 

Á fundinum sagði Ás­geir Þór Ás­geirs­son lög­reglu­full­trúi að hann liti svo á að meðal­hófs hafi verið gætt í störfum lög­reglunnar. Rósa Björk Brynjólfs­dóttir, þing­maður Vinstri grænna, var Ás­geiri ó­sam­mála og sagðist hafa blöskrað fram­ganga lög­reglu­manna á mót­mælunum. 

Brynjar virðist gefa lítið fyrir orð þeirra þing­manna sem gagn­rýna að­komu lög­reglunnar á mót­mælunum. „Sumir þing­menn halda að það sé hlut­verk þeirra að hafa eftir­lit með öllu sem gerist í sam­fé­laginu. Þing­menn sem geta ekki einu sinni haft sæmi­legt eftir­lit með sjálfum sér hafa ekkert með slík eftir­lits­störf að gera.“