Fyrsta sendingin af Playstation 5 sem kemur til landsins í nóvember er uppseld en þetta staðfesti Ólafur Þór Jóelsson hjá Senu við Fréttablaðið.

Sony kynnti í síðustu viku nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins sem er væntanleg í nóvember.

Um er að ræða fimmtu leikjatölvuna frá Sony sem hefur gefið út vinsælustu leikjatölvur heims undanfarna áratugi.

Degi síðar fóru fyrirtæki á Íslandi að bjóða einstaklingum að kaupa tölvuna í forsölu og voru tölvurnar fljótar að fara.

Ólafur sagði að allar vélarnar sem kæmu í fyrstu sendingu hefu selst samdægurs.

Tvær vélar eru í boði og kostar sú dýrari hundrað þúsund krónur.