Flug­fé­lagið PLAY hefur hafið miða­sölu á á­ætlunar­flugi til Var­sjár, höfuð­borgar Pól­lands. Fyrsta flugið verður 3. apríl 2023, en flogið verður tvisvar í viku fram til loka októ­ber 2023.

Birgir Jóns­son, for­stjóri PLAY, segir þetta spennandi skref í sögu flugfélagsins.

„Þetta er fimmti nýi á­fanga­staðurinn sem við kynnum á skömmum tíma sem byggir undir metnaðar­fullt leiða­kerfi sem við munum bjóða upp á árið 2023. Þetta er borg sem lætur engan ó­snortinn og ég er sann­færður um að hún mun ekki að­eins höfða til þeirra rúm­lega tuttugu þúsund Pól­verja sem búa á Ís­landi, heldur einnig Ís­lendinga sjálfra,“ segir Birgir.