Flug­fé­lagið Play Air flytur höfuð­stöðvar sínar að Suður­lands­braut 14 í lok júlí­mánaðar.

Birgir Jóns­son, for­stjóri Play Air, stað­festir flutningana í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. Hann segir að ekki sé komin ná­kvæm dag­setning hve­nær það verður.

Á neðri hæð hússins er úti­bú Ís­lands­banka. Á þriðju hæð er Dóm­stóla­sýsla ríkisins. Á annarri hæð voru áður höfuð­stöðvar fjöl­miðilsins DV, þar áður voru skrif­stofur á vegum Ís­lands­banka.

Play Air er nú til húsa að Reykja­víkur­vegi 76 í Hafnar­firði.