Hæsti­réttur hefur sam­þykkt áfrýjunarbeiðni tveggja eigenda Plastgerðar Suðurnesja, sem voru dæmdir af Lands­rétti fyrir hlut­deild í mann­drápi af gá­leysi þegar starfs­maður fyrirtækisins lést af sárum sínum eftir að hafa klemmst á búk í frauð­pressu­vél.

Mennirnir tveir, Björn Her­bert Guð­björns­son, eig­andi og fram­kvæmdar­stjóri fyrir­tækisins og Skúli Magnús­son, eig­andi og verk­stjóri fyrir­tækisins voru í maí í fyrra sak­felldir af Lands­rétti fyrir hlut­deild af mann­drápi af gá­leysi, á­samt Sigur­geiri Svani Jóhanns­syni, verk­stjóra.

Samþykktu að aftengja öryggisbúnað

For­saga málsins er sú að Björn Her­bert, sem eig­andi, fram­kvæmdar­stjóri og at­vinnu­rekandi sam­þykkti að undir­maður hans, Sigur­geir, gerði öryggis­búnað frauð­pressu­vélar ó­virkan, vitandi að starfs­menn fyrir­tækisins færu reglu­lega inn í vélina til þess að hreinsa hana og fyrir að hafa veitt Sigur­geiri þau fyrir­mæli að um að gang­setja allar vélar í vinnu­sal fyrir­tækisins án þess að upp­lýsa aðra starfs­menn um að öryggis­búnaðurinn hefði verið af­tengdur.

Sakar­giftir á hendur Skúla, sem verk­stjóri, starfs­maður, eig­andi og dag­legur stjórnandi sam­þykkti að Sigur­geir gerði öryggis­búnað frauð­pressu­vélar ó­virkan, án þess að starfs­menn vissu af því.

Það var svo sumarið 2017 þegar lög­regla var kölluð til vett­vangs vegna vinnu­slyss í Plast­gerð Suður­nesja, en þá hafði starfs­maður klemmst á búk í svo kallaðri frauð­kassa­steypu­vél. Maðurinn var fluttur af vett­vangi í sjúkra­bíl en lést af sárum sínum.

Niður­staða málsins fyrir Lands­rétt var sú að Sigur­geir Svanur var sak­felldur fyrir mann­dráp af gá­leysi, en þeir Björn Her­bert og Skúli fyrir hlut­deild í mann­drápi af gá­leysi. Sigur­geir hlaut 60 daga skil­orðs­bundið fangelsi, en Björn og Skúli 30 daga fangelsi hvor. Mennirnir þurftu einnig að greiða eina og hálfa milljón í máls­kostnað.

Þann 14. júlí síðast­liðinn sóttu tví­menningarnir um leyfi Hæsta­réttar til að á­frýja dómi Lands­réttar. Á­kæru­valdið, sem var sækjandi í málinu fyrir Lands­rétti, var á móti beiðninni.

Slysið átti sér stað í verksmiðju Plastgerðar Suðurnesja.
Mynd/skjáskot

Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina

Björn Her­bert byggir á­frýjunar­beiðni sína á að tak­mörkuð dóma­fram­kvæmd sé fyrir hendi um refsi­vert gá­leysi fram­kvæmda­stjóra fyrir­tækja. Þá sé dómur Lands­réttar í and­stöðu við fyrri dóma­for­dæmi Hæsta­réttar sem lúti að slíku gá­leysi sem og for­dæmum þar sem viður­kennt hafi verið að í fyrir­tækjum skipti starfs­menn og stjórn­endur með sér verkum og hver beri á­byrgð á sínu starfs­sviði, en ekki öðru. Jafn­framt telur Björn að málið hafi veru­lega þýðingu þegar komi að skýringum á réttar­reglum um hlut­deild. Loks telur hann að dómur Lands­réttar sé ber­sýni­lega rangur, þannig fái skýring Lands­réttar á gá­leysi og stór­felldu gá­leysi ekki staðist. Jafn­framt sé skil­yrðum hlut­deildar ekki rétt beitt enda hafi leyfis­beiðandi ekki lið­sinnt undir­manni sínum á nokkurn hátt sem hafi leitt til gá­leysis­brots hans.

Skúli byggir sína beiðni einnig á því að á­frýjun lúti at­riðum sem hafi veru­lega al­menna þýðingu. Ekki hafi áður verið kveðnir upp dómar á Ís­landi þar sem reynt er á refsi­á­byrgð starfs­manna sem eru í lög­bundnu or­lofi frá störfum og málið því for­dæmis­gefandi. Skúli vísar til þess að ekki verði lagðir hug­lægir mæli­kvarðar á það hversu mikil hætta stafi af til­tekinni hátt­semi þegar metið er hvort skyldur sam­kvæmt vinnu­verndar­lög­gjöfinni hvíli á starfs­mönnum í or­lofi, líkt og er gert í dómi Lands­réttar, heldur skuli matið vera hug­lægt og ráðast af á­kvæðum laga. Þá telur Skúli að dómur Lands­réttar sé ber­sýni­lega rangur og að hann fari í bága við megin­reglur fé­laga­réttar og á­kvæði laga um einka­hluta­fé­lög, þess efnis að hlut­hafi veðri ekki með nokkrum hætti gerður refsi­á­byrgur fyrir starf­semi hluta­fé­lags.

Hæsti­réttur telur að úr­lausn þeirra at­riða sem Björn og Skúli byggja beiðni sína á kunni að hafa veru­lega al­menna þýðingu og féllst því á á­frýjunar­beiðnina.