Vöktun Um­hverfis­stofnunar á magni plasts í meltingar­vegi fýla árið 2019 leiddi í ljós að um 64 prósent fýlanna voru með plast í meltingar­vegi, þar af um 13 prósent með yfir 0,1 g.

Fram kemur í til­kynningu stofnunarinnar að meðal­tali voru 3,7 plastagnir í hverjum fýl. Meðal­þyngd plastsins var 0,12 g/fýl, sem er sagt sam­bæri­legt við niður­stöður ársins 2018.

„Þetta er ör­lítið minna magn en komið hefur fram í eldri rann­sóknum á plasti í fýlum hér við land. Magn plasts er yfir þeim mörkum sem OSPAR stefnir að og fela í sér að innan við 10% fýla hafi yfir 0,1 g af plasti í meltingar­vegi,“ segir í til­kynningu.

Þá segir að saman­borið við fýla á öðrum haf­svæðum við Norður-At­lants­haf virðist vera minna magn af plasti í fýlum hér við land, miðað við niður­stöður rann­sókna árin 2018 og 2019

Niður­stöður eru að­gengi­legar hér á heima­síðu Um­hverfis­stofnunar.