„Ég er bara svona náungi sem spekúlerar og ég var að velta fyrir mér hvað þetta er mikið af hrauni,“ segir Sverrir Sv. Sigurðarson um líkan sem hann deildi nýverið á Facebook-síðu sinni þar sem hraunrennsli úr gosinu við Fagradalsfjall er borið saman við Hallgrímskirkju. „Ég er viðskiptafræðingur þannig að ég er alltaf að velta fyrir mér stærðum og tölum. Mér datt bara í hug að sýna stærðina í samhengi við eitthvað sem fólk þekkir.“

Samkvæmt útreikningum Sverris svaraði hraunmagn úr eldgosinu um miðjan maí til fernings sem væri 10.000 fermetrar á hverja hlið og alls 1.000.000 m³ að rúmmáli. Til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkjuturn er 74,5 metrar á hæð.

Samkvæmt Hallgrímskirkjumælinum á heimasíðu forritarans Karls Tryggvasonar væri því hægt að koma alls 41,3 Hallgrímskirkjum innan rúmmáls hraunsins sem hafði runnið í Geldingadölum um miðjan síðasta mánuð.