Minni­hluti alls­herjar- og mennta­mála­nefndar sam­þykkti beiðni Pírata í dag um að nefndin kanni með­ferð um­sókna þol­enda mansals hjá Út­lendinga­stofnunar.

Píratar óskuðu þess á fundi alls­herjar- og mennta­mála­nefndar Al­þingis í dag að nefndin kanni með­ferð um­sókna þol­enda mansals hjá Út­lendinga­stofnunar. Í til­kynningu frá þing­flokknum segir að mál flótta­mannsins U­hunoma Osa­yomor­e veki upp al­var­legar spurningar um brota­lamir í með­ferð Út­lendinga­stofnunar á um­sóknum hælis­leit­enda sem einnig eru þol­endur mansals.

Þau telja nauð­syn­legt að skoða þess mál ofan í kjölinn svo að kerfið virki fyrir fólk eins og hann. Þau fóru því fram á það á fundi nefndarinnar að málið verði kannað betur. Þau telja nauð­syn­legt að nefndin kalli til sín sér­fræðinga frá bæði stofnunum og fé­laga­sam­tökum sem þekkja mála­flokkinn vel og geti veitt nefndar­mönnum heild­stæða sýn á vandann.

Þannig sé hægt að finna lausnir sem tryggi sann­gjarna og mann­úð­lega máls­með­ferð fyrir fólk í við­kvæmri stöðu.

Til­kynningu flokksins er hægt að sjá hér að neðan.

Píratar fá fund um þolendur mansals Íslenskum stjórnvöldum ber skylda til þess að vernda þolendur mansals! Sú skylda er...

Posted by Þingflokkur Pírata on Friday, 12 February 2021