Um­boðs­menn fram­boða Pírata í Kópa­vogi, Reykja­vík, Hafnar­firði og sam­eigin­legt fram­boð Pírata og annarra í Garða­bæ sendu í dag kæru til Lög­reglunnar á Höfuð­borgar­svæðinu vegna því sem þau vilja meina að sé ó­lög­legur kosninga­á­róður á skilti sem snýr að utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðslu sem fer nú fram í Holta­görðum.

Skiltið er stað­sett á gatna­mótum Sæ­brautar og Holta­vegar og sést vel frá bæði bíla­stæði og inni á kjör­fundi að sögn Indriða Inga Stefáns­syni en hann er um­boðs­maður lista Pírata í Kópa­vogi.

Indriði segir að ekkert sé gert þrátt fyrir ítrekaðar tilkynningar.
Mynd/Aðsend

„Við höfum í­trekað gert at­huga­semdir við þetta,“ segir Ind­riði en fram kemur í til­kynningu þeirra að eins og stendur sé að­eins Fram­sókn að aug­lýsa á skiltinu en að áður hafi fleiri flokkar aug­lýst þarna sem hafa eftir á­bendingar hætt að aug­lýsa á skiltinu.

„Skiltið er sýni­legt frá bíla­stæði utan­kjör­fundar og gangi að kjör­fundar­stofu. Í kosninga­lögum (4. milli­grein 69. greinar laga 112/2021) er skýrt að kosninga­á­róður á kjör­stað og í næsta ná­grenni er ó­heimill og er á á­byrgð kjör­stjóra að tryggja að það gerist ekki. Mikil­vægt er að fá úr því skorið hvort slíkar birtingar séu heimilar,“ segir í til­kynningu og að rekstrar­aðili skiltisins hafi ekki viljað bregðast við á­bendingum og þess vegna hafi birting aug­lýsinganna verið kærð til lög­reglunnar.

Skiltið sést vel af bílastæði og innan á kjörstað að sögn Indriða.
Mynd/Aðsend

Umboðsmenn með skírteini merkt flokkum

Píratar hafa svo einnig sent erindi til Per­sónu­verndar um skil­ríki um­boðs­manna flokka og að­stoðar­manna þeirra en á þeim má stundum sjá nafn þess fram­boðs sem þau starfa fyrir.

„Þetta eru plast­skil­ríki í glærum plast­vasa sem er með ól sem þú hengir um hálsinn. Þau snúast mjög auð­veld­lega og aftan á þeim er nafn flokksins sem þau starfa fyrir. Hjá mér stendur Píratar og framan á eru skil­ríki með merki bæjarins,“ segir Ind­riði en mynd af skil­ríkjunum má sjá hér að neðan.

Hann bendir á að sam­kvæmt per­sónu­verndar­lögum eru stjórn­mála­skoðanir við­kvæmar per­sónu­upp­lýsingar og fram kemur í til­kynningu Pírata að vinnsla með slíkar per­sónu­upp­lýsingar byggi á heimild í lögum en segja það ekki gefa heimild fyrir því að skylda fólk til að bera stjórn­mála­skoðanir sínar utan á sér.

Því hefur um­boðs­maður lista Pírata í Kópa­vogi Ind­riði Ingi Stefáns­son sent erindi til per­sónu­verndar og óskar þess að úr­skurðað verði um lög­mæti þessara til­mæla.

Skírteinið sem Indriði ber á kjörstað.
Mynd/Aðsend

Mikilvægt að úr málunum verði skorið

Ind­riði á ekki von á því að fá svar við þessum málum frá Per­sónu­vernd eða lög­reglu áður en kosningu lýkur en telur þó mikil­vægt að skera úr um þetta fyrir fram­tíðina.

„Það stendur í lögunum „í grennd við“ og auð­vitað er þetta túlkunar­at­riði en mér finnst mikil­vægt að fá úr því skorið að þú komir á kjör­stað og leggir á bíla­stæðinu og þar blasir við þér aug­lýsing frá stjórn­mála­flokki. Mér finnst það vafa­samt,“ segir Ind­riði og að það sé mikil­vægt að það sitji allir við sama borð.