Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, talaði lengst allra þing­manna í ræðum á ný­af­stöðnu þingi. Björn talaði í sam­tals einn sólarhring, eina klukku­stund, 48 mínútur og 22 sekúndur í 529 ræðum.

Þá vekur at­hygli að Píratar verma einnig næstu tvö sætin yfir mál­glöðustu þing­mennina. Í öðru sæti er Gísli Rafn Ólafs­son sem talaði í 22 klukku­stundir, 37 mínútur og 4 sekúndur, og í þriðja sæti er Andrés Ingi Jóns­son sem talaði í 20 klukku­stundir, 37 mínútur og 4 sekúndur.

Sá þing­maður sem talaði styst allra er Kristín Her­manns­dóttir, vara­maður Fram­sóknar­flokksins sem hélt eina ræðu og talaði í eina mínútu og 47 sekúndur.

Þetta kemur fram í svo­kölluðum ræðu­tíma­topp­listi sem Svavar Kjarr­val, for­maður Ein­hverfu­sam­takanna, tók saman en Svavar tekur ár­lega saman lista yfir mál­glöðustu þing­menn hvers þings.

Fyrstu tuttugu sætin má sjá hér að neðan en listann má lesa í heild sinni á vef Svavars.

Samflokksmenn Björns Leví, þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andrés Ingi Jónsson, verma annað og þriðja sætið.
Mynd/Samsett

Tuttugu málglöðustu þingmennirnir

 1. Björn Leví Gunnars­son Píratar þing­maður 1 d., 1 klst., 48 mín., 22 sek. 529 ræður
 2. Gísli Rafn Ólafs­son Píratar þing­maður 22 klst., 37 mín., 4 sek. 478 ræður
 3. Andrés Ingi Jóns­son Píratar þing­maður 20 klst., 43 mín., 8 sek. 408 ræður
 4. Jóhann Páll Jóhanns­son Sam­fylkingin þing­maður 18 klst., 8 sek. 442 ræður
 5. Guð­mundur Ingi Kristins­son Flokkur fólksins þing­maður 16 klst., 58 mín., 49 sek. 335 ræður
 6. Berg­þór Óla­son Mið­flokkurinn þing­maður 15 klst., 28 mín., 25 sek. 309 ræður
 7. Eyjólfur Ár­manns­son Flokkur fólksins þing­maður 14 klst., 32 mín., 31 sek. 269 ræður
 8. Helga Vala Helga­dóttir Sam­fylkingin þing­maður 14 klst., 3 mín., 2 sek. 359 ræður
 9. Sig­mar Guð­munds­son Við­reisn þing­maður 13 klst., 52 mín., 52 sek. 286 ræður
 10. Guð­brandur Einars­son Við­reisn þing­maður 13 klst., 24 mín., 58 sek. 270 ræður
 11. Bjarni Bene­dikts­son Sjálf­stæðis­flokkur þing­maður 13 klst., 12 mín., 12 sek. 279 ræður
 12. Arn­dís Anna Kristínar­dóttir Gunnars­dóttir Píratar þing­maður 12 klst., 33 mín., 48 sek. 290 ræður
 13. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son Mið­flokkurinn þing­maður 12 klst., 13 mín., 26 sek. 181 ræður
 14. Þor­gerður K. Gunnars­dóttir Við­reisn þing­maður 11 klst., 28 mín., 35 sek. 250 ræður
 15. Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir Við­reisn þing­maður 10 klst., 4 mín., 37 sek. 234 ræður
 16. Willum Þór Þórs­son Fram­sóknar­flokkur þing­maður 9 klst., 14 mín., 8 sek. 201 ræður
 17. Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir Píratar þing­maður 8 klst., 48 mín., 4 sek. 216 ræður
 18. Hanna Katrín Frið­riks­son Við­reisn þing­maður 8 klst., 29 mín., 5 sek. 179 ræður
 19. Logi Einars­son Sam­fylkingin þing­maður 8 klst., 20 mín., 36 sek. 201 ræður
 20. Þórunn Svein­bjarnar­dóttir Sam­fylkingin þing­maður 8 klst., 13 mín., 51 sek. 184 ræður