Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, talaði lengst allra þingmanna í ræðum á nýafstöðnu þingi. Björn talaði í samtals einn sólarhring, eina klukkustund, 48 mínútur og 22 sekúndur í 529 ræðum.
Þá vekur athygli að Píratar verma einnig næstu tvö sætin yfir málglöðustu þingmennina. Í öðru sæti er Gísli Rafn Ólafsson sem talaði í 22 klukkustundir, 37 mínútur og 4 sekúndur, og í þriðja sæti er Andrés Ingi Jónsson sem talaði í 20 klukkustundir, 37 mínútur og 4 sekúndur.
Sá þingmaður sem talaði styst allra er Kristín Hermannsdóttir, varamaður Framsóknarflokksins sem hélt eina ræðu og talaði í eina mínútu og 47 sekúndur.
Þetta kemur fram í svokölluðum ræðutímatopplisti sem Svavar Kjarrval, formaður Einhverfusamtakanna, tók saman en Svavar tekur árlega saman lista yfir málglöðustu þingmenn hvers þings.
Fyrstu tuttugu sætin má sjá hér að neðan en listann má lesa í heild sinni á vef Svavars.

Tuttugu málglöðustu þingmennirnir
- Björn Leví Gunnarsson Píratar þingmaður 1 d., 1 klst., 48 mín., 22 sek. 529 ræður
- Gísli Rafn Ólafsson Píratar þingmaður 22 klst., 37 mín., 4 sek. 478 ræður
- Andrés Ingi Jónsson Píratar þingmaður 20 klst., 43 mín., 8 sek. 408 ræður
- Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin þingmaður 18 klst., 8 sek. 442 ræður
- Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins þingmaður 16 klst., 58 mín., 49 sek. 335 ræður
- Bergþór Ólason Miðflokkurinn þingmaður 15 klst., 28 mín., 25 sek. 309 ræður
- Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins þingmaður 14 klst., 32 mín., 31 sek. 269 ræður
- Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin þingmaður 14 klst., 3 mín., 2 sek. 359 ræður
- Sigmar Guðmundsson Viðreisn þingmaður 13 klst., 52 mín., 52 sek. 286 ræður
- Guðbrandur Einarsson Viðreisn þingmaður 13 klst., 24 mín., 58 sek. 270 ræður
- Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur þingmaður 13 klst., 12 mín., 12 sek. 279 ræður
- Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar þingmaður 12 klst., 33 mín., 48 sek. 290 ræður
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn þingmaður 12 klst., 13 mín., 26 sek. 181 ræður
- Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn þingmaður 11 klst., 28 mín., 35 sek. 250 ræður
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn þingmaður 10 klst., 4 mín., 37 sek. 234 ræður
- Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkur þingmaður 9 klst., 14 mín., 8 sek. 201 ræður
- Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar þingmaður 8 klst., 48 mín., 4 sek. 216 ræður
- Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn þingmaður 8 klst., 29 mín., 5 sek. 179 ræður
- Logi Einarsson Samfylkingin þingmaður 8 klst., 20 mín., 36 sek. 201 ræður
- Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingin þingmaður 8 klst., 13 mín., 51 sek. 184 ræður