„Niður­staða yfir­deildar Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu er enn ein stað­festingin á þriggja ára kostnaðar­samri niður­lægingu stjórn­valda,“ segir í yfir­lýsingu stjórn­mála­flokks Pírata. Yfir­deild Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu stað­festi rétt í þessu dóm réttarins í Lands­réttar­málinu sem kveðinn var upp 12. mars í fyrra.

Ís­lenska ríkið var þar með dæmt sekt um að hafa brotið í bága við á­kvæði Mann­réttinda­sátt­málans um rétt­láta máls­með­ferð, með því að hafa ekki skipað dómara við Lands­rétt sam­ræmi við lands­lög.

Óforsvaranlegar athafnir

„Í stað þess að hlusta á í­trekaðar við­varanir Pírata og á­köll um að standa fag­lega að skipan dómara á­kváðu ríkis­stjórnir Bjarna Bene­dikts­sonar og Katrínar Jakobs­dóttur að við­halda réttar­ó­vissu og grafa undan trú­verðug­leika Lands­réttar.“

Píratar telja að hægt hefði verið að af­stýra þessum af­leiðingum en að for­sætis­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra hafi á­kveðið að gera það ekki. „Í stað iðrunar og um­bóta­vilja hafa ís­lensk stjórn­völd staðið vörð um ó­lög­mætar og ó­for­svaran­legar at­hafnir fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra,“ í­treka Píratar.

„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokks­hollustu og valda­stóla fram yfir hags­muni þjóðarinnar og réttar­ríkisins, með til­heyrandi kostnaði, réttar­ó­vissu og orð­spors­hnekki fyrir Ís­land.“

Síðasta tækifærið

Ríkis­stjórninni gefist nú síðasta tæki­færið til að bæta ráð sitt. „Píratar krefjast þess að stjórn­völd viður­kenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfir­deildin gerir kröfu um.“

Tafar­laust þurfi að kynna trú­verðugar á­ætlanir um hvernig réttar­ó­vissan verði upp­rætt til að koma í veg fyrir að sagan endur­taki sig. „Ríkis­stjórnin þarf jafn­framt að bregðast við niður­stöðunni án þess að grípa til sömu flótta­við­bragða og hún gerði eftir síðasta á­fellis­dóm Mann­réttinda­dóm­stólsins“

Að mati Pírata stendur ekki í boði að neita að horfast í augu við eigin mis­gjörðir. „Þriggja ára réttar­ó­vissu í ís­lensku réttar­kerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðar­leika og á­byrgð og ganga í það verk að endur­byggja traust á réttar­vörslu­kerfinu.“

Dómur yfir­deildarinnar var kveðinn upp rétt í þessu en hann var ein­róma um niður­stöðuna.