Opnað hefur verið fyrir skráningar í prófkjör Pírata fyrir Alþingiskosningar sem fara fram næsta haust. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Skráningin fer fram á heimasíðu flokksins og stendur til 3. mars, þegar prófkjörið sjálft hefst. Prófkjörið verður haldið í hverju kjördæmi fyrir sig, að undanskildum Reykjavíkurkjördæmunum tveimur þar sem verður sameiginlegt prófkjör.

Í tilkynningu Pírata segir að allir geti boðið sig fram í prófkjörinu, svo framarlega sem þeir skrái sig í flokkinn. Þeir hafa atkvæðisrétt sem skráðir hafa verið í flokkinn í 30 daga eða lengur þegar prófkjör hefst.

Síðustu forvöð til að skrá sig í flokkinn eru þann 11. febrúar, ætki menn sér að greiða atkvæði. Nánari upplýsingar má finna á vef Pírata.