Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar varaþingmanns um síðustu helgi. Eins og fréttablaðið greindi frá í dag veittist Snæbjörn að Ernu Ýr Öldudóttur með svívirðingum við öldurhús um helgina.

Sjá einnig: Snæ­björn segir af sér sem vara­þing­maður Pírata

Þingflokkurinn segir að kjörnir fulltrúar eigi að sýna gott fordæmi. „Snæbjörn hefur axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar og virðir þá ábyrgð sem í henni felst.“