Sam­kvæmt nýjum Þjóðar­púlsi Gallup eru Píratar með meira fylgi í dag en í kosningunum fyrir rúmum mánuði en Sjálf­stæðis­flokkurinn með minna fylgi.

Alls segjast 62 prósent þeirra sem tóku þátt í könnunni styðja ríkis­stjórnina en sam­kvæmt könnuninni eru ríkis­stjórnar­flokkarnir þrír með 53 prósenta fylgi sem er einu prósentu­stigi minna en í kosningunum.

Niðurstöðurnar er hægt að kynna sér betur hér.

Fylgi flokka í kosningunum og í október, mánuði síðar.
Mynd/Gallup

Ný ríkisstjórn í næstu viku

Greint var frá því í gær að lík­lega verði ný ríkis­stjórn og stjórnar­sátt­máli kynntur í næstu viku. Stjórnar­flokkarnir hafa fundað stíft frá kosningum 25. Septem­ber.

„Við þurfum að nýta helgina vel og dagana þar í fram­haldinu og þá trúi ég að þetta fari að klárast,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í Frétta­blaðinu í gær um ganginn í við­ræðum stjórnar­flokkanna um á­fram­haldandi stjórnar­sam­starf.