Gísli Rafn Ólafs­son, þing­maður Pírata, segir að hann hafi skilning á því að nú sé verið að herða að­gerðir í ljósi stöðunnar á spítalanum og sam­fé­laginu en að hann hafi minni skilning á því að staða spítalans sé svo slæm.

„Enn og aftur sjáum við þetta „herða og sleppa“ í þessum að­gerðum og það sem að vanda­málið er að það er aldrei ráðist að rót vandans. En það er að heil­brigðis­kerfið okkar er fjár­svelt og við vissum það áður en Co­vid hófst að það þyrfti að bæta hlutina þar,“ segir Gísli Rafn í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir að í kosningunum 2017 hafi verið fjallað um í nánast öllum stefnu­skrám um endur­reisn heil­brigðis­kerfisins en að enn hafi ekkert gerst í þeim málum, árið 2021.

„Um leið og það koma fleiri smit þá nær spítalinn ekki að halda í við,“ segir Gísli Rafn.

Hann vísar til þess að á spítalanum hafi bæði legu­rýmum fækkað og gjör­gæslu­rýmum á síðustu árum. Fjallað var um málið í gær á vef Frétta­blaðsins en þar sagði Anna Sig­rún Baldurs­dóttir, fram­kvæmda­stjóri skrif­stofu for­stjóra Land­spítalans, að það mætti rekja til skorts á sér­hæfðu gjör­gæslu­starfs­fólki.

„Það hefur verið þannig í gegnum síðasta kjör­tíma­bil að Sjálf­stæðis­flokkurinn hefur neitað að setja aukið fjár­magn inn í þetta verk­efni og það er að sýna sig í dag að við getum ekki tekist á við þessar á­skoranir sem að koma upp með auknum fjölda smita. Þetta lendir allt á okkur í frelsis­skerðingu,“ segir Gísli Rafn.

Það er oft talað um mönnunar­vanda á spítalanum.

„Já, mönnunar­vandi því þau fá ekki að ráða fleira fólk. Þau hafa ekki fjár­magn til að ráða fleira fólk. Þau hafa sagt að þau geta tækni­lega séð fjölgað rýmum ef þau hefði meira mann­skap. Vanda­málið er það að mikið af okkar heil­brigðis­starfs­fólki hefur gefist upp og farið er­lendis,“ segir Gísli Rafn.

Hann kallar eftir því að það fari fram al­vöru um­ræða um heil­brigðis­kerfið þegar fjár­laga­um­ræðan fer af stað þegar þing verður loks sett að nýju eftir kosningar.

„Það þarf að leggja meiri pening í þetta og það er hægt að fara í önnur verk­efni þegar það er búið að slökkva eldana. Fjár­laga­um­ræðan hefst þegar þing kemur saman og við viljum sjá um­ræðu um að það verði lagað sem er að í heil­brigðis­kerfinu,“ segir Gísli Rafn að lokum.