Sýna­tökupinnarnir sem Össur út­vegaði og Ís­lensk erfða­greining sagði ó­not­hæfa fyrr í dag hafa verið prófaðir á tveimur heilsu­gæslu­stöðvum í dag. Sýna­tökum lýkur í dag og þá kemur í ljós hvort þeir séu nyt­sam­legir til skimunar á veirunni. Þetta hefur ríkis­út­varpið eftir Karli G. Kristins­syni, yfir­lækni á sýkla-og veiru­fræði­deild Land­spítalans.

Hann segir að ekki hafi verið gerðar nógu margar prófanir með pinnunum í gær. Lík­legast hafi full­yrðingar ÍE verið byggðar á mis­skilningi. Pinnarnir eru ekki fram­leiddir af Össuri og hafa verið nýttir sem rekstrar­vara á lager, við sam­setningu í framleiðslu­deild fyrir­tækisins.

Áður hefur Þór­ólfur Guðna­son sagt að heims­skortur sé á sýna­tökupinnum. Veiru­fræði­deild Land­spítalans hefur fengið mis­vísandi skila­boð frá birgjum og ný­verið var sending með 5000 sýna­tökupinnum skorin niður um þrjú þúsund pinna.

Von er á þúsund sýna­tökupinnum til landsins í dag. Frá því í lok febrúar hafa 10.658 sýni verið tekin á Ís­landi. Dregið hefur úr sýna­tökum síðustu daga vegna skorts á pinnum.