Í kvöld­fréttum RÚV í kvöld sást til Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur, þing­manns Pírata , taka símann sinn úr lás með því að stimpla inn per­sónu­lega að­gangs­númerið sitt. Það var greini­legt í út­sendingunni hvaða PIN númer hún notast við til að opna símann sinn.

Vakin var at­hygli á þessu á Face­book síðunni Fjöl­miðla­nördar en þar segir Þór­hildur Sunna að hún hafi breytt um númer eftir fréttir kvöldsins.

Þór­hildur Sunna segir þar einnig að RÚV hafi haft sam­band við hana og það er búið að klippa þetta úr fréttum kvöldsins.

„Þetta voru mis­tök og það var beðist vel­virðingar á þeim,“ skrifar Þór­hildur Sunna.