Í kvöldfréttum RÚV í kvöld sást til Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata , taka símann sinn úr lás með því að stimpla inn persónulega aðgangsnúmerið sitt. Það var greinilegt í útsendingunni hvaða PIN númer hún notast við til að opna símann sinn.
Vakin var athygli á þessu á Facebook síðunni Fjölmiðlanördar en þar segir Þórhildur Sunna að hún hafi breytt um númer eftir fréttir kvöldsins.
Þórhildur Sunna segir þar einnig að RÚV hafi haft samband við hana og það er búið að klippa þetta úr fréttum kvöldsins.
„Þetta voru mistök og það var beðist velvirðingar á þeim,“ skrifar Þórhildur Sunna.