Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu um líkams­á­rás í Kópa­vogi á sjötta tímanum í gær­kvöldi.

Piltur á fjór­tánda aldurs­ári, fæddur 2008, var fluttur nef­brotinn á slysa­deild til að­hlynningar og ætluðu for­eldrar hans að hitta hann þar, að sögn lög­reglu.

Þá fór lög­regla að heimili á­rása­r­aðila sem einnig er fæddur árið 2008 og ræddi þar við móður geranda. Til­kynning var auk þess send til Barna­verndar.

Lög­regla var svo með sér­stakt eftir­lit með ölvunar­akstri við Sky Lagoon í Kópa­vogi í gær­kvöldi. Um tuttugu bif­reiðar voru stöðvaðar á tíma­bilinu 21:10 til 21:40 þar sem á­stand og réttindi öku­manna var kannað. Voru allir öku­menn með allt sitt á hreinu.

Á fjórða tímanum í nótt var til­kynnt um yfir­standandi inn­brot í bíl­skúr í Breið­holti. Sá sem til­kynnti málið sagðist sjá par vera að bera muni út úr bíl­skúrnum. Lög­regla hand­tók par í annar­legu á­standi á vett­vangi og var það vistað í fanga­geymslu vegna rann­sóknar málsins.