„Pillan skapar ákveðið öryggi, en áhættan er sönn,” segir Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir. Hann segir að pillan geti valdið blóðtappa hjá einni af hverjum þúsund konum sem hana notar en athygli vekur hvað því hefur verið gefinn lítill gaumur.

„Hún er sirka einn blóðtappi per þúsund konur, per ár,” segir hann og að leiðbeiningar til kvenna um áhættuna á blóðtappa vegna inntöku hormónagetnaðarvarna vanti.

Fréttir um að bóluefni frá AstraZeneca gæti aukið líkur á blóðtappa hefur beint sjónum að öðru lyfi sem hefur aukið hættu á því sama. Um er að ræða hórmónagetnaðarvarnir sem konur hafa í tugi ára tekið inn.

Arnar segir á Fréttavaktinni í kvöld, að mikið af stórum svokölluðum samþættarannsóknum séu í gangi um fylgni blóðtappa vegna Astra Seneca og hormónagetnaðarvarna en þær breyta þéttni blóðflaga og storkuþátta í blóði.

Ein tegund getnaðarvarnartaflna
Mynd/Hringbraut

Smitist konur af Covid sem eru í áhættuhópi fyrir blóðtappa, ættu þær að forðast að taka inn getnaðarvarnir með samþættum hormónum, segir Arnar. Það er vegna hættu á blóðtappamyndun. Í áhættuhópi eru konur sem reykja, eru í mikilli ofþyngd, með sykursýki, ef blóðtappi er í ættinni og ef þær fái Covid. Mjög mikið vantar upp á að fólk sé meðvitað um þessa áhættuþætti kemur fram í viðtalinu við Arnar.

Lengi var talið að prógestrógen hormón hefði eingöngu áhrif á blóðtappamyndun, en nú er vitað að það er ekki síður estrógen hormón sem hefur slík áhrif.

Fréttavaktin hefst Kl.18.30 öll virk kvöld og er svo endursýnd síðar um kvöld og morguninn eftir.

Estrógen hormón hefur ekki síður áhrif á blóðtappamyndun
Mynd/Hringbraut