Mat­væla- og lyfja­eftir­litið í Banda­ríkjunum hefur nú gefið grænt ljós á það að börn á aldrinum 12 til 15 ára verði bólu­sett með bólu­efni Pfizer. Vonast er til þess að það náist að bólu­setja börnin áður en þau snúa aftur til skóla í haust. Bólu­efni Pfizer er nú þegar í mörgum löndum notað fyrir börn niður í 16 ára og Kanada var fyrsta landið til að leyfa notkun þess allt niður í 12 ára aldur. Í Banda­ríkjunum hafði áður verið gefið leyfi til að nota það á börn niður í 16 ára aldur.

Mat­væla- og lyfja­eftir­litið í Banda­ríkjunum segir í til­kynningu sinni að prófanir hafi mætt skil­yrðum þeirra og Peter Marks, sem er yfir bólu­setningum hjá stofnuninni, sagði að um risa­stórt skref væri að ræða.

Pfizer er ekki eina fyrir­tækið sem vill lækka aldur fyrir bólu­efnið sitt. Moderna hefur gefið út að prófanir þeirra á 12 til 17 ára ung­mennum sýni sterka vörn og engar auka­verkanir. Fyrir­tækið sem fram­leiðir bólu­efnið Novo­vax er á síðustu stigum prófana og var að hefja til­raun með 12 til 17 ára ung­mennum.

Næst á dag­skrá eru til­raunir til að kanna hvort að bólu­efnin virki á enn yngri börn. Bæði Pfizer of Moderna hafa hafið til­raunir á börnum sem eru sex mánaða til 11 ára og er verið að kanna hvort að þau þurfi aðra skammta­stærð.

AstraZene­ca er einnig að prófa sitt bólu­efni allt niður í sex ára í Bret­landi og í Kína er verið að prófa bólu­efnið Sin­ovac á allt að þriggja ára börnum.

Nánar hér á AP.