Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael greina frá því að virkni bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19 sé minni gegn sjúkdómseinkennum delta-afbrigðis kórónaveirusjúkdómsins en öðrum afbrigðum. Bóluefnið sé þó enn öflug vörn gegn alvarlegum veikindum vegna veirunnar.

Greint er frá þessu á vef Reuters.

Ran Balicer, formaður sérfræðinganefndar ísraelskra stjórnvalda um málefni Covid-19, tekur fram að þetta séu bráðabirgðaniðurstöður úr prófunum á virkni bóluefnisins gegn Delta afbrigðinu svokallaða sem er með hærri smittíðni (35 prósent meira smitandi en upprunalegi stofn veirunnar) og getur valdið alvarlegri sjúkdómseinkennum.

Talsmenn Pfizer hafa áður sent frá sér tilkynningu um gegn Delta afbrigðinu

„Við höfum greint niðurstöður úr ótalmörgum rannsóknum sem við vinnum á okkar rannsóknarstofum með gögnum frá svæðum þar sem Delta afbrigðið hefur dreift úr sér víðar en breska afbrigðið. Samkvæmt okkar gögnum í dag er Pfizer bóluefnið mjög áhrifaríkt með um 90 prósent virkni gegn COVID-19,“ sagði Alon Rappaport, lækningaforstjóri Pfizer í Ísrael.

Bólusett verður með Pfizer í Laugardalshöllinni í dag fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammt af bóluefninu.

Talsmenn Pfizer segja bóluefnið sitt mjög áhrifaríkt.
Fréttablaðið/Getty