Nýr Peugeot 308 er byggður á sama undirvagni og síðasta kynslóð en það er útgáfa af EMP2 sem kom fyrst fram í annarri kynslóð Peugeot 308. Útlitið kemur svo sem ekkert á óvart enda byggir það á sömu línum og í hinum smærri 208 með áherslum frá nýju útliti 308. Í heildina er hann sportlegri með lækkandi húddi, stærra grilli, áberandi axlarlínu og hvassari ljósum. Peugeot 308 er 1 mm lengri og 20 mm lægri en fyrirrennarinn, en það sem mestu máli skiptir er að hjólhafið hefur aukist um 55 mm. Þrátt fyrir minni skögun að aftan er meira pláss í farangursrými sem er nú 412 lítrar, sem er með því besta í flokknum.

Búið er að endurhanna innréttingu að mestu leyti og kominn er nýr 10 tommu upplýsingaskjár.

Að innan hefur Peugeot 308 fengið alveg nýja hönnun ásamt nýjasta upplýsingakerfinu. Miðstöðvartúður eru mjög ofarlega og undir þeim er 10 tommu snertiskjár sem stjórnar flestu í innanrými. Apple CarPlay og Android Auto er nú staðalbúnaður. Hægt er að fá skjáinn með leiðsögukerfi frá TomTom og er hægt að stilla útlit og uppsetningu svipað og á spjaldtölvu. Undir skjánum eru hnappar sem hleypa notanda beint í stjórnborð fyrir miðstöð, síma eða útvarp. Hið svokallaða i-Cockpit mælaborð er enn til staðar þar sem að stýrishjólið er undir skjánum, sem er nú með þrívíddarbúnaði.

Nýr Peugeot 308 verður í boði frá upphafi með tveimur bensínvélum, einni dísilvél og tveimur tengiltvinnútfærslum. Minnsta vélin er 1,2 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 108 hestöf lum, en í annarri útfærslu skilar hún 128 hestöf lum og fær átta þrepa sjálfskiptingu. Dísilvélin er 1,5 lítra, fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 128 hestöflum. Minni tengiltvinnútgáfan er með 148 hestafla bensínvél ásamt 109 hestafla rafmótor og 12,4 kWst raf hlöðu sem á að duga til 60 km aksturs. Öf lugri útgáfa með sama rafmótor en 178 hestafla bensínvél á að skila samtals 222 hestöflum. Peugeot 308 mun fara í sölu seinni hluta ársins að sögn Bennýjar Óskar Harðardóttur, sölustjóra Peugeot á Íslandi, og er hann væntanlegur í sýningarsali Brimborgar í lok árs.