Píratar í Ísafjarðabæ opinberuðu í dag framboðslista sinn fyrir næstu sveitastjórnakosningar. Pétur Óli Þorvaldsson, starfsmaður Bókhlöðunnar mun skipa sæti oddvita.
Annað sæti skipar Margrét Birgisdóttir, starfsmaður í búsetuþjónustu og þriðja sæti skipar Herbert Snorrason, sagnfræðingur.
Framboðið mun leggja meðal annars áherslu á að stórefla hverfisráð, bæta viðhald á eignum bæjarins, auka aðgengi að upplýsingum um rekstur og annað sem viðkemur bænum auk þess að laga þjónustuleiðir við íbúa.
Listinn í heild sinni:
- Pétur Óli Þorvaldsson, Bóksali
- Margrét Birgisdóttir, Starfsmaður í búsetuþjónustu
- Herbert Snorrason, Sagnfræðingur
- Sindri Már, Þúsundþjalasmiður
- Erin Kelly, Myndlistamaður
- Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, Matráður
- Elías Andri Karlsson, Sjómaður
- Hjalti Þór Þorvaldsson, Vélstjóri
- Sunna Einarsdóttir, Grafískur hönnuður