Pétur Hrafn Sigurðs­son, odd­viti Sam­fylkingarinnar í Kópa­vogi, sækist ekki eftir því að leiða lista flokksins í sveitar­fé­laginu á­fram í næstu sveitar­stjórnar­kosningum í maí á næsta ári. Hann til­kynnir það á sam­fé­lags­miðlum í morgun.

„Í vor verða átta ár liðin frá því að ég var valinn odd­viti og hef ég setið í bæjar­stjórn frá þeim tíma. Þessi tími hefur verið á­huga­verður og gefandi og hef ég kynnst mörgu skemmti­legu fólki sem flest hefur haft ýmis­legt á­huga­vert fram að færa,“ segir Pétur Hrafn.

Hann segir að það hafi verið bæði anna­samt og krefjandi að sinna bæjar­stjórnar­málum með fram fullu starfi en hann starfar hjá Ís­lenskri get­spá en að það sé núna tíma­bært að breyta til og sinna öðrum á­huga­málum.

„Ég er á­fram jafnaðar­maður, mun á­fram starfa fyrir Sam­fylkinguna og taka þátt í kosninga­bar­áttunni næsta vor og á efa­lítið eftir að hringja í ykkur sem þetta lesið og búið í Kópa­vogi til að mæla með að þið kjósið Sam­fylkinguna í vor,“ segir Pétur Hrafn að lokum í til­kynningunni sem að má sjá hér að neðan.

Fjöldinn allur af fólki hefur skrifað at­huga­semdir við færsluna og þakkað honum fyrir hans störf í þágu flokksins.