Dýraverndunarsamtökin PETA sendi áskorun á auðjöfurinn Elon Musk á Twitter, samskiptamiðlinum sem er í eigu Musk, um að fyrirtæki á hans vegu hætti tilraunum á dýrum í ljósi þess að um 1500 dýr hafi látist í ýmsum tilraunum fyrirtækis Musks sem heitir Neuralink.
Talsmaður PETA segir í samtali við TMZ að samtökin hafi öruggar heimildir fyrir því að nýlega hafi fimmtán apar hafi látist þegar tölvukubbi var komið fyrir í heilabúi apanna.
Það sé hins vegar aðeins lítill hluti af þeim dýrum sem hafi látist í tilraunastarfsemi Neuralink undanfarin ár.
BREAKING: @USDA's Inspector General is investigating Elon’s company @neuralink 🚨
— PETA (@peta) December 7, 2022
Reuters reports that experimenters killed about 1,500 animals, including more than 280 sheep, pigs, & monkeys.
RETWEET TO TELL @elonmusk TO STOP USING & KILLING ANIMALS! https://t.co/BFpjQ1hczb
People don’t need a “Show and Tell” to know that Elon’s Musk’s @Neuralink project is built on animal exploitation.
— PETA (@peta) November 30, 2022
If he wants to be a pioneer, he should implant a chip in his own brain. https://t.co/wsMyOSDb9G
PETA hefur óskað eftir aðstoð Landbúnaðareftirlits Bandaríkjanna (e. United States Department of Agriculture) við að rannsaka hvort að Neuralink hafi brotið á lögum um dýravelferð.