Dýraverndunarsamtökin PETA sendi áskorun á auðjöfurinn Elon Musk á Twitter, samskiptamiðlinum sem er í eigu Musk, um að fyrirtæki á hans vegu hætti tilraunum á dýrum í ljósi þess að um 1500 dýr hafi látist í ýmsum tilraunum fyrirtækis Musks sem heitir Neuralink.

Talsmaður PETA segir í samtali við TMZ að samtökin hafi öruggar heimildir fyrir því að nýlega hafi fimmtán apar hafi látist þegar tölvukubbi var komið fyrir í heilabúi apanna.

Það sé hins vegar aðeins lítill hluti af þeim dýrum sem hafi látist í tilraunastarfsemi Neuralink undanfarin ár.

PETA hefur óskað eftir aðstoð Landbúnaðareftirlits Bandaríkjanna (e. United States Department of Agriculture) við að rannsaka hvort að Neuralink hafi brotið á lögum um dýravelferð.