Síldarvinnslan má ekki lengur bjóða starfsfólki sínu upp á ristilspeglun vegna nýrra persónuverndarlaga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan hf birti á vefsíðu sinni í dag.

Vinnslan hefur hingað til boðið öllum starfsmönnum, sem eru 50 ára og eldri, upp á ristilspeglun sem framkvæmd er í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, þeim að kostnaðarlausu. Síldarvinnslan er með starfsstöðvar í Neskaupstað, Seyðisfirði og Helguvík.

Starfsfólk vinnslunnar hefur hagnýtt sér þetta í ríkum mæli og hefur speglunin meira að segja komið í veg fyrir alvarleg veikindi í einstaka tilvikum.

Nú þarf starfsfólk að panta tíma í speglunina en vinnslan hefur þó lofað að endurgreiða allan kostnað við framvísun greiðslukvittunar.

Ristil- og endaþarmskrabbamein er eitt fárra meina sem hægt er að koma í veg fyrir eða finna á byrjunarstigum, en langflest ristilkrabbamein þróast úr óeðlilegum frumuvexti í slímhúð ristils (sepamyndun) þar sem sumir separnir eru eiginleg forstig samkvæmt Krabbameinsstofnun. Þeir sem eru á aldrinum 50-75 eru líklegir til að vera með slíka sepa.

Síldarvinnslan er eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins en þarf starfa um 420 manns.

Ný persónuverndarlög gildi þann 15. júlí 2018 og fela í sér auknar skyldur fyrir fyrirtæki, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra sem vinna með persónuupplýsingar.