Per­sónu­vernd hefur óskað eftir því við að­stand­endur barsins Klausturs að fá upp­tökur úr eftir­lits­mynda­vélum frá kvöldinu þar sem þing­menn Mið­flokksins og Flokks fólksins sátu að sumbli og ræddu sín á milli, með niðrandi hætti, um sam­starfs­fólk sitt og annað fólk úr sam­fé­laginu. 

Stofnunin greinir frá þessu í til­kynningu á vef­síðu sinni en þar segir einnig að hún óski eftir að fá upp­töku Báru Hall­dórs­dóttur sem sat á Klaustri á sama tíma og þing­mennirnir og tók upp sam­tal þeirra. 

Fjórir þing­menn Mið­flokksins hafa farið fram á gagna­öflun fyrir dóm­stólum og gera þeir sig lík­lega til að höfða mál á hendur Báru. Einnig til­kynntu þeir málið til Per­sónu­verndar sem segir að niður­stöðu sé að vænta í fyrsta lagi um næstu mánaða­mót.

Kröfu fjórmenninganna var hafnað fyrir héraðsdómi og síðar Landsrétti. Þeir hafa, í bréfi sem lögmaður þeirra sendi Persónuvernd nýverið, sakað Báru um að hafa dulbúið sig sem ferðamann og haft með sér ferðabæklinga til að vekja ekki athygli viðstaddra á meðan hún tók upp samtalið.