Íslensk erfðagreining hefur stefnt Persónuvernd og Landspítalanum vegna úrskurðar Persónuverndar er lýtur að skimunum. Málið hefur þegar verið þingfest og fer fyrirtakan fram á morgun.

Í nóvember lauk Persónuvernd þremur málum vegna vinnslu upplýsinga í tengslum við Covid-19 faraldurinn hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE), Landspítala og sóttvarnalækni. Í einu þeirra var úrskurðað að öflun samþykkis Covid-sjúklinga fyrir notkun blóðsýna í þágu vísindarannsóknar hefði ekki samrýmst persónuverndarlögum.

Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, gagnrýndi úrskurðinn mjög hart og tilkynnt var að fyrirtækið myndi leita réttar síns. Allar ákvarðanir og aðgerðir sem starfsmenn ÍE hafi gripið til hafi verið bornar undir sóttvarnalækni og verið með blessun hans.

  1. Einnig að hagsmunir fyrirtækisins séu miklir. Standi úrskurðurinn óbreyttur gæti það misst alla erlenda samstarfsaðila.