Innlent

Per­sónu­kjör í stað yfir­gengi­lega leiðin­legra stjórn­mála

Fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn hafa orðið leiðindum og illgirni að bráð. Hann leggur til að farið verði í persónukjör í ljósi þverrandi stuðnings við ákveðna stjórnmálaflokka.

Guðmundi Steingrímssyni hugnast ekki stjórnmálin hér á landi og leggur til breytingar.

Stjórnmálaflokkar eru tímaskekkja sem setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir eru bæði hamlandi og til óþurftar og í þeim ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð.

Þetta segir Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar leggur hann til að stjórnmálaflokkar verði aflagðir eins og þeir þekkjast og þess í stað fái kjósendur tækifæri til þess að velja sér þá einstaklinga sem þeir treysti best, sem svo vinni saman að málefnum kjósenda. 

Guðmundi er tíðrætt í grein sinni um hve leiðinleg íslensk pólitík sé orðin og hvernig illgirni virðist ávallt ná yfirhöndinni. Þannig hafi farið fyrir Bjartri framtíð, sem hafi haft það að markmiði að skapa opinn og afslappaðan vettvang byggðan á löngunum fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan hátt. Það hafi tekið nokkur ár fyrir deilurnar og ríginn að vinna fullnaðarsigur yfir flokknum. 

Drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum

„Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann,“ skrifar Guðmundur. 

„Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er.“

Kjósendur fái að velja sér einstaklinga


Þá leggur Guðmundur til að kjósendum yrði gefinn kostur á að velja þá einstaklinga sem þeir treysta best til verksins. Þeir einstaklingar vinni svo sameiginlega að málefnum sínum.  

„Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman,“ segir Guðmundur, en greinina í heild má lesa hér. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík

Innlent

Guðlaug og Einar hætt í Bjartri framtíð

Stjórnmál

„Einhver mesta sorgarsaga síðari tíma“

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing