Nancy Pelosi, forseti Bandaríkjaþings, er lent í Taípei, höfuðborg Taívan, þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hótað því að slík heimsókn hefði afleiðingar fyrir samband Kína og Bandaríkjanna.
Nú í kjölfar heimsóknarinnar hafa meira en tuttugu kínverskar herþotur flogið inn í lofthelgi Taívan. Frá þessu greinir varnarmálaráðuneytið þar í landi.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína hefur sagt heimsókn Pelosi til Taívan gera „trúverðugleika Bandaríkjanna gjaldþrota“. En kínverjar lýta á Taívan sem eigið yfirráðasvæði.
„Sumir Bandarískir stjórnmálamenn eru að leika sér að eldinum með því að skipta sér að Taívan,“ er haft eftir honum. „Þetta mun ekki enda vel [...] Eineltishegðun Bandaríkjanna kemur í ljós og sýnir að þau eru stærsti spellvirki friðarins.“