Öldunga­deild Banda­ríkja­þings sam­þykkti í gær­kvöldi til­lögu Joe Biden Banda­ríkja­for­seta þess efnis að skipa Carrin F. Pat­man sendi­herra Banda­ríkjanna á Ís­landi.

Pat­man er lög­fræðingur að mennt og hefur hún að undan­förnu gegnt stjórnar­for­mennsku í Hou­ston Metro, fé­lags sem sinnir al­mennings­sam­göngum í Har­ris Coun­ty.

Pat­man hlaut til­nefningu í em­bættið í febrúar síðast­liðnum og tekur hún við stöðunni af Jef­frey Gun­ter sem til­nefndur var af Donald Trump, for­vera Bidens í em­bætti Banda­ríkja­for­seta.