París, Hong Kong, og Singapúr verma í sameiningu efsta sætið á árlegum lista Economist Intelligence Unit um dýrustu borgir heims. Bornar eru saman 133 borgir á heimsvísu, en athygli vekur að Reykjavík ratar ekki á efstu sæti listans. 

Við gerð samantektarinnar er til dæmis litið til verðs á áfengi, tóbaki, brauði, klippingu og samgöngum. Bandaríska borgin New York, er svo notuð sem viðmið. París er ein af fjórum evrópskum borgum í efstu tíu sætum listans en hinar borgirnar eru Zurich og Genf í Sviss og Kaupmannahöfn, sem er öllum Íslendingum kunn.

Ódýrasta borg veraldar er Karakas, höfuðborg Venesúela og Damaskus, höfuðborg Sýrlands.

Tíu dýrustu borgirnar

1. Síngapúr
1. París 
1. Hong Kong 
4. Zurich 
5. Genf
5. Osaka 
7. Seoul
7. Kaupmannahöfn 
7. New York
10. Tel Aviv
10. Los Angeles

Tíu ódýrustu borgirnar

1. Karakas
2. Damaskus
3. Tashkent 
4. Almaty 
5. Bangalore 
6. Karachi 
6. Lagos
7. Buenos Aires 
7. Chennai 
8. Nýja Delhi