Þau Rahmon Anarov og Sól­rún Alda Waldorf­f, unga parið sem brenndist al­var­lega þegar elds­voði kom upp í kjallara­í­búð í Máva­hlíð þann 23. októ­ber, hafa nú farið í fjölda að­gerða bæði hér á Ís­landi og í Sví­þjóð en þetta kom fram í kvöld­fréttum RÚV.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í októ­ber voru þrír í í­búðinni þegar eldurinn kom upp og var tveimur þeirra, Rahmon og Sól­rúnu, bjargað út um glugga á í­búðinni. Rann­sókn á upp­tökum eldsins leiddi í ljós að eldurinn hafi kviknað út frá potti á elda­vélar­hellu.

Hlutu annars og þriðja stigs bruna

Í frétt RÚV kemur fram að Rahmon hafi hlotið annars og þriðja stigs bruna­sár á rúm­lega helming líkama síns á meðan Sól­rún hlaut bruna­sár á um 35 prósent líkama síns. Sól­rún var í kjöl­far brunans flutt á sjúkra­hús í Sví­þjóð þar sem hún var með mikla bruna­á­verka á lungum.

Hún hefur verið þar á­samt fjöl­skyldu sinni frá 25. októ­ber en bæði hún og Rahmon eru nú komin úr lífs­hættu. Móðir Sól­rúnar, Þórunn Alda Gylfa­dóttir, segist vona að Sól­rún og Rahmon komist heim fyrr en síðar en þó eigi þau bæði von á tals­verðri endur­hæfingu.