Bráða­birgða­niður­staða krufningar á kín­versku ferða­mönnunum sem fundust á Sól­heima­sandi í síðustu viku bendir til þess að þeir hafi orðið úti í ó­veðri sem gekk yfir dagana þar á undan. Ekki er grunur um að sak­næmt at­hæfi hafi átt sér stað.

Í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­landi kemur fram að endan­leg niður­staða krufningar muni liggja fyrir að ein­hverjum vikum liðnum. Að­stand­endur fólksins hafi komið til landsins á sunnu­dag og lög­reglan fundað með þeim og full­trúum kín­verska sendi­ráðsins á mánu­dag.

Um er að ræða karl og konu, fædd árið 1997 og 1999. Á­fram verður unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir þeirra á þessum slóðum, að því er segir í til­kynningunni.