Lögreglan í Hollandi handtók par um borð í flugvél á flugvellinum í Schiphol, Amsterdam í gær eftir að fólkið hafði flúið sóttkvíarhótel í fyrrnefndri borg.

Flugvélin var undirbúin fyrir flugtak þegar lögregla bar að.

Parið hafði dvalið á hóteli þar sem hópur af fólki frá Suður-Afríku hafði verið hýst og reyndist 61 einstaklingur um borð vélarinnar sýkt af Covid-19. Þrettán af þeim sem greindust voru með Ómíkrón afbrigði veirunnar.

Gert er ráð fyrir að parið verði ákært fyrir brot á sóttvarnarlögum þar í landi. Þetta kemur fram á fréttavef Vísis.