„Ný­lega urðu tvö yngri börn fyrir því að endi á pappa­r­örum losnuðu frá, börnunum varð ekki meint af en for­eldrar létu vita til að hægt væri að vara við þessari hættu,“ segir í færslu Her­dísar L. Storga­ard, hjúkrunar­fræðings og for­stöðu­manns Mið­stöðvar slysa­varna barna á Face­book­síðu Ár­vekni.

Með nánari at­hugun sé það þekkt að börn hafi þurft að leita til bráða­mót­töku er­lendis og hafi munað litlu að þau hafi kafnað vegna pappa­r­öranna skrifar Her­dís.
Ung börn átta sig ekki á hættum sem þessum og segir hún að ekki séu gerðar kröfur um öryggi pappa­r­öra.

Það er þekkt fyrir­bæri að börn nagi plast­rör og því urðu al­var­leg slys ef þeim tókst að bíta endann. Sama á við um pappa­r­örin sem eru ekki eins sterk, og mun auð­veldara að bíta í sundur.