Innlent

Panamasíður Sigmundar sigldu undir fölsku flaggi

Tvennum sögum fer um hver til­gangur vef­síðnanna is­landi­allt.is og pana­ma­skjolin.is er. Í dómi sem féll í dag kemur fram að Viðar Garðars­son, al­manna­tengill, hafi stofnað síðurnar sem hluti af kosninga­bar­áttu fyrir Sig­mund Davíð.

Viðar Garðarsson annaðist störf fyrir kosningabaráttu Sigmundar Davíðs árið 2016. Samsett mynd

Ólíkt því sem fram kemur á vefsíðunum, panamaskjolin.is og islandiallt.is, virðast þær hafa unnar af almannatenglinum Viðari Garðarssyni í samráði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og reikningurinn fyrir vinnuna við þær sendar á Framsóknarflokkinn þar sem þær væru hluti af kosningabaráttu flokksins. 

Á vefsíðunum segir hins vegar að þeim sé haldið úti af hópi einstaklinga úr ólíkum áttum, með ólíkar stjórnmálaskoðanir, sem eigi það sameiginlegt að vera stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. 

Í dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kemur fram að síðurnar hafi verið settar upp af almannatenglinum Viðari Garðarssyni hjá fyrirtækinu Forystu, sem sá um ráðgjöf fyrir Sigmund Davíð í tengslum við Alþingiskosningarnar árið 2016.

Sjá einnig: Panama-ráð­gjafi Sig­mundar fær ekki greitt

Mál Viðars var höfðað gegn Framsóknarflokkinum og tapaði hann málinu fyrir dómi og var flokkurinn sýknaður af kröfum hans sem námu fimm milljónum króna rúmlega.

Í dóminum er haft eftir Viðari að panamaskjolin.is hafi verið sett upp til þess að „setja strik í sandinn og taka til varna“ en islandiallt.is til þess að „sækja fram“.

Svo virðist sem vefsíðurnar hafi verið settar upp og haldið úti í öðrum tilgangi en þar er gefið til kynna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Panama-ráð­gjafi Sig­mundar fær ekki greitt

Innlent

Ferðalangar sýni aðgát í dag

Innlent

Stal bíl og ók inn í Seljakjör

Auglýsing

Nýjast

Stúlkurnar þrjár fundnar

Leitað að þremur 15 ára stúlkum frá Selfossi

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Spá allt að 40 metrum á sekúndu

Segir Jón Steinar varðhund feðraveldisins

Tyrkir hóta að afhjúpa allt um morðið

Auglýsing