Páll Valur Björnsson, varaþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur tilkynnt um framboð sitt fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum í haust.

Áður var Páll Valur þingmaður Suðurkjördæmis 2013–2016 fyrir Bjarta framtíð en datt út af þingi í kosningunum um haustið 2016. Hann hefur síðan setið í bæjarstjórn Grindavíkur, frá því í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2018.

Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar er þingmaður kjördæmisins.