Innlent

Páll svarar fullum hálsi: „Vanstillt viðbrögð í Ásgarði“

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vísvitandi hafa haldið sig til hlés í kosningabaráttunni eftir að flokkurinn hafi klofnað í Vestmannaeyjum.

Páll Magnússon er hvergi banginn. Fréttablaðið/GVA

Ég geri svo sem ekki mikið með þessi fremur vanstilltu viðbrögð í Ásgarði í gærkvöldi,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í orðsendingu til Fréttablaðsins.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hefur lýst yfir fullu vantrausti á Pál, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Framganga hans sem oddvita flokksins í nýafstaðinni kosningabaráttu hafi verið fordæmalaus. „Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ sagði í ályktun fulltrúaráðsins.

Páll segist hafa haldið sig til hlés í kosningabaráttunni. Þannig hafi hann talið sig best gæta heildarhagsmuna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi öllu. „Þetta gerði ég að mjög vel yfirveguðu ráði og eftir ráðfærslu við bestu og reyndustu menn.“

Páll segir að eftir að flokkurinn klofnaði í Eyjum hafi honum orðið ljóst að mjög stór hluti hans myndi fylgja nýju framboði að málum. „Reyndin varð sú að líklega gengu 30-40% af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins til liðs við Heimaeyjarlistann. Ég leit og lít enn á það sem skyldu mína sem oddvita flokksins í kjördæminu að laða þetta fólk aftur til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll.

Hann segist ekki gera mikið með þessi vanstilltu viðbrögð í Ásgarði í gærkvöldi. Flokkurinn hafi klofnað í herðar niður og tapað öruggum meirihluta. „Í stað þess að axla ábyrgð á eigin mistökum er nú reynt að finna sök hjá öðrum. Það er út af fyrir sig mannlegt en aðalatriðið er að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum

Stjórnmál

Páll rúinn trausti í kjördæminu

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Dómsmál

Refsing eiganda Buy.is milduð

Auglýsing