Páll Péturs­son, fyrr­verandi ráð­herra og al­þingis­maður, er látinn 83 ára að aldri. Fram kemur í Morgun­blaðinuað hann hafi látist á Land­spítalanum í gær.

Páll tók sæti á þingi fyrir Fram­sóknar­flokkinn árið 1974 og gegndi þing­mennsku til ársins 2003. Páll var þing­maður Norður­lands vestra og var fé­lags­mála­ráð­herra árin 1995 til 2003.

Páll var þing­flokkfs­or­maður Fram­sóknar­flokksins á árunum 1980 til 1994 og for­seti Norður­landa­ráðs í tví­gang. Fyrri eigin­kona Páls var Helga Ólafs­dóttir, sem lést árið 1988 en börn þeirra eru Kristín, Ólafur Pétur og Páll Gunnar.

Páll lætur eftir sig eigin­konu, Sig­rúnu Magnús­dóttur, fyrr­verandi borgar­full­trúa og um­hverfis­ráð­herra. Dætur hennar, og stjúp­dætur Páls, eru Sól­veig Klara Kára­dóttir geð­hjúkrunar­fræðingur og Ragn­hildur Þóra Kára­dóttir, prófessor við Há­skóla Ís­lands og Há­skólann í Cam­brid­ge. Hann lætur eftir sig á þriðja tug barna­barna, stjúp­barna­barna og barna­barna­barna.