Innlent

Páll Óskar vill líka sniðganga Eurovision

Eurovision-farinn segir það lítið mál að sleppa því að taka þátt í keppninni að ári. Segir framgöngu Ísraela í garð Palestínumanna vera til skammar. Hægt væri að verja peningunum í eitthvað betra.

Páll Óskar Hjálmtýsson elskar Eurovision en segir það lítið mál að sniðganga keppnina að ári. Fréttablaðið/Anton Brink

Páll Óskar Hjálmtýsson, poppstjarna og Eurovision-fari, hvetur RÚV til þess að sniðganga keppnina að ári en til stendur að halda hana í Ísrael. Fjölmargir hafa skorað á stofnunina að senda ekki atriði frá Íslandi í keppnina.

„Eins og ég elska Eurovision mikið, þá finnst mér litið mál - réttara sagt - hið besta mál að sitja hjá og sniðganga keppnina hjá þjóðum sem hafa gerst brotlegar við alþjóðalög og stunda mannréttindabrot og blóðuga stríðsglæpi næstum dag hvern,“ skrifar Páll Óskar í Facebook-færslu.

Aðskilnaður pólítíkur og skemmtiefnis fyrirsláttur

Hann segir að ekki sé hægt að aðskilja pólitík og skemmtiefni eða íþróttir og skorar á stofnunina að sýna fordæmi. 

„Kæra RÚV. Nýtið þetta tækifæri og mótmælið með fjarveru ykkar / okkar Íslendinga. Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í. Skemmtiefni, dægurlög og glamúrgallar eru nefnilega víst bullandi pólitískt mál. Að reyna að aðskilja pólitík og skemmtiefni eða íþróttir er fyrirsláttur,“ skrifar Palli, eins og hann er gjarnan kallaður, og segir að hægt sé að verja peninginum töluvert betur. 

„Sniðgöngum Eurovision 2019. RÚV gæti gert margt frábært við peningana: Meira tónlistarefni, jafnvel okkar eigin íslensku lagakeppni, leikið efni sem og barnaefni á RÚV. Að sleppa einni Eurokeppni er lítið mál samanborið við þjóðarmorð Ísreals á Palestínu. Hver hefur geð á því að troða upp í Jerúsalem með yfirstandandi blóðbað hinum megin við vegginn? Ekki ég.“

Samstöðufundur á Austurvelli

Daði Freyr Pétursson, sem lenti í öðru sæti í Söngkeppni sjónvarpsins í fyrra á eftir Svölu Björgvinsdóttur, hafði hugsað sér að taka þátt að ári. Hann greindi hins vegar frá því í dag að hann gæti ekki ímyndað sér að gera það með góðri samvisku og skoraði því á RÚV að taka ekki þátt að ári.

Ísraelski herinn skaut í gær 52 Palestínumenn til bana á Gaza-svæðinu og þá er talið að á annað þúsund hafi særst í átökunum. Her á landi hafa yfir fimm þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem farið er fram á að RÚV dragi Ísland úr Eurovision að ári. Mótmælafundur fer fram á Austurvelli klukkan 17 í dag en yfirskrift hans er „Samstaða með Palestínu“.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Daði Freyr vill að RÚV sniðgangi Eurovision

Innlent

Samstöðufundur á Austurvelli klukkan fimm

Innlent

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Auglýsing

Nýjast

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

500 milljóna endurbætur vegna húsnæðis mathallar

Auglýsing