Páll Matthías­son, for­stjóri Land­spítala, fór yfir stöðuna á Land­spítalanum vegna Co­vid far­aldursins á upp­lýsinga­fundi Al­manna­varna og em­bætti Land­læknis. Páll segir á­standið vera á­þekkt og undan­farna daga, Land­spítalinn sé ná­lægt þol­mörkum og stærsta vanda­málið sé mönnun á Gjör­gæslu.

Nú eru 27 inni­liggjandi á Land­spítala vegna Co­vid smita, þar af fimm á gjör­gæslu og eru fjórir af þeim í öndunar­vél. Meðal­aldur þeirra sem hefur lagst inn er 64 ár og meðal­aldur út­skrifaðra er 50 ár.

„Þannig að al­mennt er eldra fólk inni­liggjandi hjá okkur þótt miklu fleira yngra fólk veikist í sam­fé­laginu og eldra fólk er líka lengur að ná sér,“ segir Páll.

Göngudeildin afar mikil­vægur hlekkur

Páll segir síma­eftir­lit Co­vid-19 göngu­deildarinnar vera einn mikil­vægasta hlekkinn hjá Land­spítala í þjónustu við sjúk­linga.

„Þetta er afar mikil­vægur hlekkur í þjónustunni því með slíku eftir­liti er unnt að greina al­var­leg veikindi fyrr en ella. Það fólk er kallað inn á göngu­deildina í Foss­vogi og metið. Þar er líka hægt að veita stuðnings­með­ferð og koma fólki aftur heim án inn­lagnar og það gerist sem betur fer oftast. Þessi mikil­vægi hlekkur gerir það að verkum að inn­lagnir á Ís­landi vegna Co­vid-19 eru fá­tíðari en að sama skapi eru þær líka al­var­legri þegar þær verða,“ segir hann.

Í dag eru á 1293 sjúk­lingar Co­vid göngu­deild, þar af 45 gulir, sem þýðir að þeir eru tölu­vert veikir og gætu þurft frekara mat fyrir inn­lögn.

„Þetta sýnir mikil­vægi þess að fólk fari í skimun, enda finnum við nú að þegar smitið virðist vera mjög út­breitt um sam­fé­lagið þá kemur fólk beint af götunni al­var­lega veikt. Það er, það hefur verið úti í sam­fé­laginu með sinn sjúk­dóm án þess að vera greint og kemur ekki fyrr en veikindin eru mjög al­var­leg,“ segir Páll.

Hann segir þrjá af þeim níu sem hafa lagst inn á gjör­gæslu­deild í nú­verandi bylgju til­heyra þessum hópi.

Akkilesar­hællinn mönnun á gjör­gæslu

Páll segir mönnunina á gjör­gæslu­deild vera helstu á­skorunina þegar kemur að því að kljást við veiruna á sama tíma og reynt að sinna venju­bundinni starf­semi innan Land­spítalans. Hann segir um­önnun Co­vid sjúk­linga vera miklu mann­frekari en al­mennt séð vegna smit­gátar.

„Stóra vanda­málið þarna, og það sem gerir það að verkum að mat okkar á spítalanum er að þetta sé okkar veikasti hlekkur í við­bragðinu innan­húss núna, er mönnunin á gjör­gæslu. Gjör­gæslu­með­ferð er afar mann­frek og krefst sér­hæfðs starfs­fólks, fyrst og fremst hjúkrunar­fræðinga og lækna, það er ekki hægt að taka hvaða heil­brigðis­starfs­mann sem er og setja inn á gjör­gæslu,“ segir Páll.

Til að sinna á­laginu hefur meðal annars þurft að grípa til þess ráðs að kalla inn fag­fólk úr sumar­leyfum og hefja sam­tal við fólk með þekkingu sem nýtist í gjör­gæslu­með­ferð, svo sem svæfingar­hjúkrunar­fræðinga sem ekki starfa á spítalanum.

Að­spurður um hvort að á­standið hafi batnað eða versnað á síðustu dögum sagði Páll að það sé í sjálfu sér á­þekkt og að vöxturinn sé línu­legur.

„Það hafa verið mjög erfiðir dagar þar sem margir hafa lagst inn og aðrir auð­veldari, en á­lagið er enn til staðar. Við bregðumst við þessum þol­mörkum eða reynum að mjaka okkur af þeim í rétta átt með alls kyns við­brögðum og með sam­starfi við aðrar heil­brigðis­stofnanir og það hefur skilað nokkru en það er margt enn í gangi. En ég held að okkar Akkilesar­hæll núna sé gjör­gæslu­mönnun.“

Sí­fellt að draga ný brögð fram úr erminni

Páll var einnig spurður að því hversu lengi Land­spítalinn myndi ráða við sam­bæri­legt á­stand og núna þar sem hafa verið að greinast að meðal­tali um hundrað smit á dag. Hann sagði ekki vera auð­velt að gefa ein­falt svar við því.

„Við erum við þol­mörk, eins og sagt hefur verið, en við ráðum við þetta núna. Það sem þarf til að ráða við á­standið í einn tvo daga eða þrjá kannski er hins vegar öðru­vísi, það er ekki víst að sömu að­ferðir dugi ef um er að ræða á­stand sem er vikum saman. Þannig að við erum í rauninni með alveg sér­stöku á­lagi og á­taki starfs­fólks spítalans að ráða við þetta núna, á sama tíma og allir eru að hlaupa til að reyna að tryggja að út­skriftir sjúk­linga verði með eðli­legum hætti, að við fáum mönnun eins og þarf og erum þannig í rauninni að reyna að kaupa okkur á­kveðinn frest.“

Páll segist ekki geta svarað því hve­nær komið verði að þol­mörkum endan­lega og að það sé ekki ein­hver galdra­tala. Land­spítalinn sé sí­fellt að reyna að draga ný brögð fram úr jakka­erminni til að takast á við á­standið en það sem mestu máli skipti sé mönnun og þá sér­stak­lega á gjör­gæslu.