Meðlimir Hatara tóku upp trefla með palestínska fánanum þegar að myndavélin beindist að þeim eftir að stig Íslands úr atkvæðagreiðslunni voru kynnt. Hatari hafnaði í tíunda sæti í Eurovision í kvöld eftir spennandi keppni.

Mikið var púað í höllinni við atvikið og sagði Gísli Marteinn Baldursson þulur að uppákoman ætti eflaust eftir að hafa einhverja eftirmála. Þannig má búast við að Hatari verði sektaður.

Nokkrum mínútum síðar birti Einar Hrafn Stefánsson eða gimpið svokallaða myndband af því þegar starfsmaður hallarinnar kemur og krefst þess að Hatari afhendi fánana.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

🇯🇴

Posted by Einar Stef on Saturday, May 18, 2019