Taívanskur maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og sektaður um hartnær 13 milljónir íslenskra króna eftir að páfagaukur hans slasaði lækni.
Samkvæmt Taiwan's Central News Agency fór læknirinn Lin úr mjaðmarlið og mjaðmagrindarbrotnaði eftir að hann datt af völdum fuglsins þegar hann var úti að skokka. Gaukurinn, sem er af Scarlet macaw tegund, er 40 sentimetra hár og með 60 sentimetra vænghaf og mat dómstóllinn það svo að eigandinn hefði átt að gera ráðstafanir enda ætti hann stórt gæludýr.
Lin þurfti að fara á sjúkrahús og dvelja þar í viku. Hann sagði dómstólum að hann hefði ekki geta unnið í sex mánuði eftir slysið en hann er lýtalæknir og tjónið því mikið.
„Hann getur nú gengið, en ef hann stendur í langan tíma, þá er enn dofi,“ sagði lögfræðingur læknisins við TVBS News í Taívan.
Huang sagðist ætla að virða niðurstöðu dómstólsins en ætlar að áfrýja og heldur því fram að gaukurinn sé ekki árásargjarn og að bæturnar séu of háar.