Lög­reglan á Suður­nesjum birti at­hyglis­verða færslu á Face­book-síðu sinni í há­deginu eftir að hafa heim­sótt leik- og grunn­skóla í um­dæminu.

„Börnin segja alltaf satt og það getur komið for­eldrunum um koll,“ segir í færslu lög­reglunnar en í henni er tekið fram að í morgun, sem og aðra morgna, hafi lög­regla farið í eftir­lit í og við leik- og grunn­skóla í um­dæminu.

„Í einu slíku eftir­liti fórum við inn og í heim­sókn til krakkanna og áttum við þau spjall um um­ferðina og í raun allt á milli himins og jarðar,“ segir lög­regla og bætir við að börnin hafi látið ýmis­legt flakka þegar mamma og pabbi voru ekki við­stödd. Nefnir lög­regla svo nokkur dæmi, en miðað við þau dæmi sem lögregla nefnir fengu pabbarnir, frekar en mömmurnar, að heyra það.

„Pabbi minn segir að ég þurfi ekki að fara í belti af því þetta er svo stutt“

„Pabbi minn reykir í bílnum okkar“

„Pabbi minn leyfir mér að standa í bílnum okkar“

„Pabbi minn er ruglaður“

„Mamma setur mig alltaf í belti en ekki pabbi“

„Má löggan vera í Spi­der­man sokkum ?“

Í skeyti lög­reglu kemur fram að flestar þessara at­huga­semda eigi við um­ferðina, en þarna séu þó ein eða tvær sem fá að fljóta með þar sem þær voru svo inni­legar.

„En við viljum biðla til for­eldra að nota við­eig­andi öryggis­búnað fyrir börnin okkar þó að stutt sé að fara og í raun er engin af­sökun fyrir því að við setjum börnin okkar ekki í belti eða stóla ef við á. Við í lög­reglunni gefum engan af­slátt af þessu og munum vera við eftir­lit alla morgna við þessar stofnanir og í­trekum að það er á á­byrgð öku­manns að gera þetta. Börnin eru okkar allra dýrasti farmur og við viljum tryggja að hann sé öruggur um borð í bif­reiðinni hjá okkur, þó stutt sé að fara. Förum var­lega.“