Mál­efna­hópur ÖBÍ um hús­­næðis­­mál og Fé­lags­­vísinda­­stofnunar Há­­skóla Ís­lands stóðu að rann­­sókn til að kanna stöðu fatlaðs fólks á hús­­næðis­­markaði. Um er að ræða fyrstu rann­­sókn sinnar tegundar, þar sem aðrar líkar kannanir hafa al­­mennt ekki náð til nægjan­­lega breiðs hóps ör­yrkja til að hægt væri að fá rétta mynd af stöðunni.

Ás­­dís Aðal­­björg Arnalds, nýdoktor og sér­­­fræðingur hjá fé­lags­­vísinda­­stofnun Há­­skóla Ís­lands, kynnti niður­­­stöður könnunarinnar í dag. Hún segir að ör­yrkjar sem eiga sitt eigið hús­­næði séu tölu­vert á­­nægðari með bú­­setu­skil­yrði sín heldur en þeir sem eru á leigu­­markaði. Eina megin­­á­­stæða fyrir þeirri ó­­á­­nægju má rekja til hás leigu­verðs á Ís­landi í dag en sam­­kvæmt könnuninni fer stór hluti ráð­­stöfunar­­tekna aðila á leigu­­markaði í rekstur hús­­næðis.

„Þetta er stór hópur sem er ó­­sáttur við bú­­setu­skil­yrðin sín. Það er líka fyrst og fremst fólk sem er á leigu­­markaði sem er ó­­sátt á meðan fólk sem býr í eigin hús­­næði er mun á­­nægðara,“ segir Ás­­dís.

Af þátt­tak­endum í könnuninni bjuggu 58 prósent í eigin hús­­næði, á meðan 15 prósent bjuggu í leigu­hús­­næði á al­­mennum leigu­­markaði. Um 41 prósent var mjög sátt við bú­­setu­skil­yrði sín, á meðan 16 prósent voru annað hvort frekar ó­­sátt eða mjög ó­­sátt.

Þá eru 58 prósent af þeim sem eru á bið­lista eftir fé­lags­­legu hús­­næði búin að bíða lengur en í 3 ár.

„Ör­yrkjar eru mjög fjöl­breyttur hópur, þannig að það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt. Það er stór hópur ör­yrkja sem býr í eigin hús­­næði. Við sjáum líka að sá hópur er að­eins ó­­líkur þeim sem býr í leigu­hús­­næði,“ segir Ás­­dís.

Í könnuninni kom meðal annars fram að af þátt­tak­endum bjuggu 58 prósent í eigin hús­­næði, á meðan 15 prósent bjuggu í leigu­hús­­næði á al­­mennum leigu­­markaði.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Þegar spurt var um hversu hátt hlut­­fall út­­borgaðra launa færi í rekstur hús­­næðis, sögðu 45 prósent að allt að helmingur launa færi í rekstur hús­­næðis. Þá vekur at­hygli að 12 prósent sögðu að meira en 75 prósent launa færu í að reka hús­­næði sitt.

„Fólkið sem býr í eigin hús­­næði er gjarnan fólk sem er í sam­búð og þá eru tvær mann­eskjur að greiða af rekstri hús­­næðis. Þetta er oft fólk sem hefur farið í gegnum ör­orku­mat seinna á lífs­­leiðinni og eignast hús­­næði áður,“ segir Ás­­dís og segir þá sem eru á leigu­­markaði lík­­legri til að búa ekki með maka heldur en þeir sem búa í eigin hús­­næði.„Þeir sem eru á leigu­­markaði, það er hópurinn sem býr við mjög bág kjör. Þessi hópur greiðir mjög stóran hluta ráð­­stöfunar­­tekna sinna í rekstur hús­­næðis,“ segir Ás­­dís.

Ás­­dís segir að ÖBÍ muni vinna með niður­­­stöðurnar og kynna þær vel fyrir stjórn­völdum og sveitar­­fé­lögum.

„Vonandi er hægt að þrýsta á úr­­bætur fyrir ör­yrkja,“ segir Ás­­dís.