Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata, segir það ó­við­unandi hvernig Al­þingi tók á Klausturs­málinu svo­nefnda. Klausturs­þing­menn beri mikla á­byrgð sem þeir neiti að taka, auk þess sem þeir reyni að grafa undan starfs­öryggi annarra þing­manna. Þetta kom fram í máli hennar í sér­stökum pall­borðs­um­borðs­um­ræðum um #met­oo sem flokks­menn Al­þingis héldu á Grand hóteli í morgun. 

„Hvað varðar Klaustrið, þá verð ég að segja að það er alls ekki við­unandi hvernig við höfum tekið á þessu máli. Ger­endurnir í þessu máli bera gríðar­lega mikla á­byrgð og þeir neita að taka hana. Ekki nóg með það heldur reyna þeir og grafa þeir enn frekar undir starfs­öryggi okkar hinna með því að benda á alla aðra þing­menn, alla aðra þing­kalla og segja þar með sam­starfs­konum sínum á þingi,“ sagði Þór­hildur Sunna í erindi sínu. Hún sagði um­ræðuna á Al­þingi ekki í lagi og líkti eftir henni. 

„Svona tala allir kallarnir í vinnunni þinni um ykkur þegar þið heyrið ekki til. Þetta er bara al­vana­legt, þetta er bara ekkert merki­legt tal, og við tölum um ykkur eins og ein­hverja hluti bara á reglu­bundnu bas­ís. Það er ekkert við okkur að at­huga. Þetta er bara svona og þið verðið bara að sætta ykkur við það, þarna konurnar ykkar,“ sagði hún. 

Nær helmingi verið hótað 

Mark­mið fundarins var að ræða #met­oo og stjórn­málin og var sér­stakur gestur á morgun­verðar­fundinum Martin C­hungong, fram­kvæmda­stjóri Al­þjóða­þing­manna­sam­bandsins (IPU), sem kynnti skýrslu um niður­stöður viða­mikillar rann­sóknar á kynja­mis­munun og kyn­bundnu of­beldi og á­reiti gegn konum í þjóð­þingum í Evrópu. 

Í skýrslunni kom fram að 46,9 prósent kvenna sem starfa á þingi hafi fengið nauðgunar- og morð­hótanir og að meiri­hluti allra kvenna á evrópskum þjóð­þingum hafi verið kyn­ferðis­lega á­reittar á sam­fé­lags­miðlum. 

Þörf sé á nýjum reglu­gerðum á þingum og breytingum í stjórn­mála­menningu. Martin C­hungong sagði nauð­syn­legt að fræða fólk á vinnu­stöðum um gagn­kvæma virðingu, í mörgum til­vikum átti ger­endur sig ekki á að þeir brjóti á öðrum. 

Ragna Árna­dóttir, að­stoðar­for­stjóri Lands­virkjunar, lauk pall­borðs­um­ræðum og sagði við­fangs­efnið ekki flókið. 

„Það er á­kveðin fram­koma sem er ekki í lagi og hún hefur aldrei verið í lagi. Þetta er ekki flókið. Nú leysum við þetta.“

Stjórnmálin og #metoo

Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Alþingi tekið höndum saman í annað sinn og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 18. mars. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:00. Húsið opnar klukkan 8:00. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds, boðið verður upp á léttan morgunverð. Markmið fundarins er að ræða #metoo og stjórnmálin. Sérstakur gestur á morgunverðarfundinum verður Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), sem kynnir afar áhugaverða skýrslu um niðurstöður viðamikillar rannsóknar Alþjóðaþingmannasambandsins og Evrópuráðsþingsins á kynjamismunun og kynbundnu ofbeldi og áreiti gegn konum í þjóðþingum í Evrópu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi þar sem 85% þingkvenna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu upplifað einhvers konar kynbundið, andlegt ofbeldi á þjóðþingum. Þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir áreiti og kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Í flestum tilvikum skortir jafnframt vettvang þar sem konur geta tjáð sig um ofbeldið sem þær verða fyrir. Skýrslan er sú fyrsta í röð svæðisbundinna rannsókna sem alþjóðasambandið stendur fyrir um kynbundið ofbeldi og áreiti gagnvart konum í þjóðþingum heims. Dagskrá fundarins: Fundurinn hefst klukkan 8:30. •Opnunarávarp Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs •Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannsambandsins kynnir niðurstöður rannsóknar á kynferðisofbeldi og áreiti innan þjóðþinga Evrópu •Pallborð og umræður. Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar mun stýra pallborðsumræðum með fulltrúum allra flokka í kjölfar erindanna. Þáttakendur í pallborði: Una Hildardóttir, fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Lilja D. Alfreðsdóttir, fyrir hönd Framsóknarflokksins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Víglundsson, fyrir hönd Viðreisnar Heiða Björg Hilmisdóttir, fyrir hönd Samfylkingarinnar Þorsteinn Sæmundsson, fyrir hönd Miðflokks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrir hönd Pírata Guðmundur Ingi Kristinsson fyrir hönd Flokk fólksins

Posted by Vinstrihreyfingin - grænt framboð on Monday, March 18, 2019