Nær allir sitjandi borgar­full­trúar í Reykja­vík munu gefa kost á sér til á­fram­haldandi setu í komandi sveitar­stjórnar­kosningum í vor, eða hafa að minnsta kosti ekki gefið það út að þeir sækist ekki eftir endur­kjöri. Dagur B. Eggerts­son gefur ekkert upp. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Alexandra Briem, Aron Leví Beck Rúnars­son, Björn Gísla­son, Ellen Calmon, Ey­þór Arnalds, Heiða Björg Hilmis­dóttir, Hjálmar Sveins­son, Líf Magneu­dóttir, Marta Guð­jóns­dóttir, Kol­brún Baldurs­dóttir, Pawel Bar­toszek, Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir, Val­gerður Sigurðar­dóttir, Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir og Örn Þórðar­son hafa öll gefið það út að þau muni sækjast eftir endur­kjöri.

Þá sögðust Dóra Björt Guð­jóns­dóttir og Sabine Leskopf ekki vera búnar að gera upp hug sinn.

Borgar­stjórinn Dagur B. Eggerts­son gaf ekki skýrt svar um það hvað hann hyggst gera í vor. Hann er enn ó­á­kveðinn hvort hann gefi kost á sér til á­fram­haldandi setu en gerir ráð fyrir að gefa út svar á komandi vikum.

Svör bárust ekki frá öðrum borgar­full­trúum.

Dagur hefur verið borgar­stjóri í Reykja­vík frá árinu 2014. Áður hafði hann gegnt em­bætti borgar­stjóra um stutta hríð veturinn 2007-2008 og var formaður borgarráðs frá 2010-2014.